Reykhólar: ólík sýn ástæða uppsagnar

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti Reykhólahrepps segir að ákveðið hafi verið að slíta samstarfi við við Tryggva Harðarson sveitarstjóra. „Ástæða starfsloka er ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja aðilar sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji“ segir í svari Árnýjar.

Árný mun sinna störfum sveitarstjóra þar til nýr sveitarstjóri verður ráðinn í starfið.

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!