Páskakveðja úr Vesturbyggð

Ég vil þakka íbúum öllum fyrir þann skilning og þolin­mæði sem okkur hefur verið sýnd síðustu vikur.
Vest­firska hjartað fyllist miklu stolti yfir þeirri góðu samvinnu og samheldni sem okkar öfluga samfélag býr yfir þegar við þurfum að takast á við aðstæður sem þessar. Gætum þess því að passa vel upp á okkur sjálf og hvert annað.

Síðustu vikur hafa sennilega verið þær skrýtnustu sem hvert og eitt okkar hefur upplifað og páskahátíðin í ár verður nokkuð frábrugðin því sem við höfum mátt venjast.

Daglegt líf okkar eins og við þekkjum það hefur gjörbreyst á stuttum tíma og ófyrirséð hversu lengi þetta ástand varir. Flóknir tímar eru framundan en mikilvægt er að hafa hugfast að þetta er tímabundið ástand og þetta él eins og önnur styttir upp um síðir.

Stjórnendur og starfsmenn stofnana Vesturbyggðar hafa unnið hörðum höndum að því að tryggja íbúum þjónustu eins og aðstæður leyfa.
Skipulag einstakra stofnana hefur tekið miklum breytingum og við tökum einn dag í einu og aðlögum okkur að því sem upp kemur hverju sinni.

Ég vil þakka íbúum öllum fyrir þann skilning og þolinmæði sem okkur hefur verið sýnd síðustu vikur. Vestfirska hjartað fyllist miklu stolti yfir þeirri góðu samvinnu og samheldni sem okkar öfluga samfélag býr yfir þegar við þurfum að takast á við aðstæður sem þessar. Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverk í baráttunni við Covid-19.

Gætum þess því að passa vel upp á okkur sjálf og hvert annað.
Vesturbyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska, með von um að allir hafi það sem best yfir páskahátíðina.

Fylgið fyrirmælum almannavarna og njótið þess að ferðast innanhúss yfir páskana. Góða ferð.

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð

DEILA