OV: auknar framkvæmdir um 100 milljónir króna

Orkubú Vestfjarða mun bæta við nýjum framkvæmdum til þess að vinna á móti smadrætti í þjóðfélaginu vegna covid19. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri segir að framkvæmdaáætlun ársins sem er upp á 525 milljónir króna muni halda sér að fullu. En auk þess verði bætt við nýjum framkvæmdum upp á 100 milljónir króna.

Rauðasandslína í jörðu

„Þar mun sérstakt 50 milljón króna aukaframlag úr fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar verða nýtt til að hefja vinnu við að koma Rauðasandslínu í jörðu.  Í fyrsta áfanga er stefnt að því að fara úr Sauðlauksdal að Hnjóti og þaðan í átt til Breiðuvíkur og er undirbúningsvinna og hönnun þegar hafin.“

Rauðasandslína er alls um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 m.kr. (Sauðlauksdalur – Hnjótur – Breiðavík – Örlygshöfn – Láginúpur – Breiðavík – Bjargtangar – Örlygshafnarvegur – Rauðisandur) samkvæmt því sem fram kom hjá Þórdísi Gylfadóttur, Iðnaðarráðherra fyrr í mánuðinum.