Oddi hf hefur laxavinnslu og gefur sumargjöf

Oddi hf á Patreksfirði hefur ákveðið að hefja laxavinnslu og gert samkomulag við Arnarlax og Arcticfish um kaup á hráefni til vinnslunnar sem verður útbúinn fullkomnustu tækni frá Marel. Undirbúningur er hafinn og áætlun er um að hefja vinnslu á fullum krafti seinnipart sumars. Í dag verður prufukeyrð  fullkomnasta flökunarvél sem er á markaðnum Hún á að  ná bestu mögulegu nýtingu ásamt því að ,,trimma“ snyrta flakið sjálf. 

Þetta er tilkynnt á vefsíðu fyrirtækisins. Þá kemur þar fram að fyrirtækið vilji af þessu tilefni gefa í sumargjöf 😊 glæný laxaflök á meðan birgðir endast, fyrsti kemur fyrstur fær.

Byrjað verður að gefa kl 13:00 í dag og eru áhugasamir beðnir að koma að aðaldyrum Odda og muna að hlýða Víði 😊

DEILA