Nýtt tónlistarmyndband á Ísafirði

 

Eyþór Smári Sigurðsson Ringsted, kallaður EISI, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband sem hann nefnir Tímabært. Eyþór er 17 ára býr á heimavistinn á Ísafirði.

Hann er með tónlistar stúdíó á Ísafirði þar sem hann segist eyða mjög miklum tíma á hverjum degi. “ Einmitt nuna er ég að vinna í plötu með vini mínum, hann heitir Arnaldur Grímsson og er á þessu lagi.“

Þeir sem að komu að þessu myndbandi heita Rúnar Ingi Guðmundsson- leikstjórn, klipping og litaleiðrétting og Margeir Haraldsson- aðstoðarleikstjóri. Myndbandið er allt tekið upp á Ísafirði og Flateyri.

Eyþór bjó í Mexikó í 5 ár og varð mjög hrifinn af suðuramerískri tónlist.“Markmiðið mitt er að reyna að koma spænskri tónlist til Íslands“ segir hann. Eyþór semur flest sín lög á spænsku.

 

DEILA