Nýr bátur til Flateyrar

Stórborg ÁR 1. Mynd: bátar og búnaður.

Báturinn Stórborg ÁR 1 kemur til hafnar á Flateyri um kl 13 í dag. Það er Þorgils Þorgilsson sem hefur fest kaup á bátnum sem var áður í Þorlákshöfn. Báturinn er 8,7 brúttótonn að stærð , smíðaður 1988 og hefur  lengst af verið gerður út frá Djúpavogi.

Þegar rætt var við Þorgils fyrir skömmu var hann staddur við Barðann og bjóst við að vera kominn til Flateyrar um kl 13 í dag.

Þorgils sagði að báturinn yrði gerður út á línu og handfæri og kvaðst fara sem fyrst á veiðar.

 

DEILA