Nýr bátur til Drangsness

Í fyrradag kom nýr bátur til Drangsness. Það er Ásbjörn Ingi Magnússon sem keypti bátinn Brákarey MB 4 frá Borgarnesi og  ætlar að gera hann út á strandveiði í sumar.

Báturinn er smíðaður 1995 og var fyrst á Borgarfirði eystra. Síðan var hann keyptur til Suðureyrar og hét þá Glettingur ÍS 525. Þaðan fór báturinn til Súðavíkur og hét þar Brekkunes ÍS 110. Hann var svo seldur 2016 til Borgarness.

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!