Minjavernd stöðvar framkvæmdir í Sauðlauksdal

Sauðlauksdalskirkja.

Sóknarnefnd Sauðlauksdalskirkju fyrirhugar að reisa þjónustuhús sem hýsa á eldhús og verkfærahús á lóð Sauðlauksdalskirkju. Sóknarnefndin fór af stað í framkvæmdir á síðasta ári án tilskilinna leyfa og voru þær stöðvaðar í október 2019. Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar afgreiddi jákvætt erindi um framkvæmdirnar í  nóvember 2019 með fyrirvara um grenndarkynningu. Aðaluppdrættir eru unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni.

Skipulags- og umhverfisráð lagði áherslu á að vandað yrði til við ytri frágang hússins og gætt að heildarsamræmi við kirkjuna.

Í kjölfarið var framkvæmdin grenndarkynnt og tilheyrandi uppdráttum skilað sveitarfélagsins, aðliggjandi lóðarhafar/eigendur gerðu ekki athugasemdir við fyrirætlanir sóknarnefndarinnar í grenndarkynningunni.

Minjastofnun óskaði eftir fornleifaskráningu á svæðinu áður en stofnunin veitti umsögn um framkvæmdina og vildi að fornleifafræðingur yrði fenginn til verksins og greinargerð hans er nú vinnslu.

Skipulags og umhverfisráð tók málið fyrir að nýju í síðustu viku til endanlegrar afgreiðslu en varð að fresta afgreiðslunni þar sem enn vantar umsögn Minjaverndar.

DEILA