Lést af völdum kóronaveirunnar

Í dag birtist í dagblöðum tilkynning um andlát Ágústu Ragnhildar Benediktsdóttur, Ísafirði sem lést 1. apríl af völdum Covid19 kóronaveirunnar.

Ágústa Ragnhildur skilur eftir sig eiginmann, Bjarna Líndal Gestsson, börn og barnabörn.

Fjölskyldan vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks A7 á Landsspítala fyrir alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!