Landsréttur staðfestir sýknun Ísafjarðarbæjar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá 27. júní 2019 í kæru Hraðfrystihússins Norðurtanga hf gegn Ísafjarðarbæ um leiggjald fyrir húsnæði í eigu Norðurtangans að Sundstræti 36.

Er Ísafjarðarbær sýknaður af kröfu um greiðsla á 9,6 milljóna króna kröfu að frádregnum innborgunum 4 m.kr. fyrir rúmlega árs tímabil. Þá var krafist viðurkenningar á því að bænum bæri að greiða leigubætur sem nema leigu samkvæmt leigusamningi aðila dags. 13. ágúst 2015, frá 1. febrúar 2018 til 1. janúar 2026 að frádreginni leigu sem stefnandi kann að fá fyrir leiguhúsnæðið á tímabilinu.

Hraðfrystihúsið Norðurtangi ehf. skal  greiði stefnda, Ísafjarðarbæ, samtals 2.000.000 kr. í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.

Málsaðilar gerðu sér samning 13. ágúst 2015 um tímabundna leigu á fasteign í eigu Hraðfrystihússins Norðurtangans ehf. og laut ágreiningur aðila að því hvort komist hefði á samkomulag um breytingu á samningnum. Norðurtanginn byggði á því að ekki hefði komist á samkomulag með aðilum um breyttan leigusamning og rifti samningnum og krafðist greiðslu í samræmi við upphaflegan leigusamning aðila.

Landsréttur segir að í gögnum málsins komi fram hefði legið fyrir skriflegt samkomulag dagsett 5. maí 2017 um breytingu á leigusamningi aðila en samkomulagið hefði hins vegar ekki verið undirritað. Í þeim tilvikum sem formkröfur samnings væru ekki uppfylltar að öllu leyti yrði að gera þá kröfu að lagaregla orði formkröfu beinlínis sem gildisskilyrði.
Var því talið að bindandi samkomulag hefði komist á með aðilum um breytingu á samningnum þótt ekki hefði verið gætt að því að undirrita það til samræmis við

ákvæði húsaleigulaga og 14. gr. leigusamningsins. Þar sem Ísafjarðarbær  hefði greitt Norðurtanganum húsaleigu í samræmi við hið nýja samkomulag aðila var Ísafjarðarbær  sýknaður af kröfum Norðurtangans.

 

DEILA