Ísafjörður: staða sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs ekki auglýst

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að framlengd verði um eitt ár tímabundin ráðning sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

Í fyrra var Stefanía Ásmundsdóttir ráðin til eins árs til þess að gegn stöðunni í leyfi Margrétar Halldórsdóttur.  Nú hefur Margrét sagt starfinu lausu og hefur hún verið ráðin skólastjóri Engidalsskóla í Hafnarfirði. Bæjaráðið leggur til að þessu sinni að framlengja ráðninguna um eitt ár í stað þess að auglýsa hana. Ekki eru gefna skýringar á tillögunni.