Ísafjörður: fjölskyldan spilar fjarbingó

Á Ísafirði hefur fjölskylda brugðist við takmörkunum á samskiptum sem fylgja covid 19 með því að breyta fjölskyldubingóinu í fjarbingó.

Í Holtahverfinu á Ísafirði búa hjónin Hynur Snorrason og Alma Björk Sigurðardóttir. Þau eiga þrjú uppkomin börn, sem búa öll í Holtahverfinu. Þau eiga samtals 4 börn og  öll þessi fjölskylda hittist eðlilega ofth  en sökum samkomubannsins eru þarna hindranir að þessu sinni.

Alma Björk hefur gripið til þess ráðs að  vera með daglegt bingó fyrir fjölskylduna.

Alma Björk er bingóstjórinn og börnin hennar þrjú og fjölskyldur þeirra bíða spennt alla daga. Það eru dregnar út tölur tvisvar til þrisvar á dag og veglegir vinningar til staðar. Þetta hefur stytt fólkinu stundir, með öðru, síðan smitvarnirnar voru settar, eða frá 31. mars sl. Bingóið stendur yfir í marga daga og dregið er nokkrum sinnum á dag. Þetta er gert í gegnum netið að sjálfsögðu og vekur mikla eftirvæntingu. Bingóinu lýkur á morgun, páskadag.

Svo nú er það spurningin: hver mun vinna stóra vinninginn!

Þetta er ein aðferðin af mörgum sem fólk getur gert í þessum aðstæðum, „verið saman“ og stytt hvort öðru stundir.

Þátttakendur eru auk Ölmu og Hlyns:

Timna Hrund Hlynsdóttir Hafberg

Hlynur Steinn Þorvaldsson

Baltasar Goði Hafberg Hlynsson 10 ára

Hektor Jaki Hafberg Hlynsson 6 ára

 

Einar Ægir Hlynsson

Elísabet Traustadóttir

Ísabella Aría Einarsdóttir 2 ára

 

Helga Þuríður Hlynsdóttir Hafberg

Birgir Loftur Bjarnason

Hrafntinna Rós Birgisdóttir Hafberg

Það eru að sjálfsögðu notaðar alvöru bingókúlur með tilheyrandi.
Fjölskyldurnar allar á skjánum.
DEILA