Ísafjarðarbær: Stóri plokkdagurinn á morgun

Stóri plokkdagurinn er á morgun, laugardag, sem er einmitt líka Dagur umhverfisins.
Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í hreinsun og fegrun síns nærumhverfis.

Terra umhverfisþjónusta fer með gáma yfir á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri þar sem skila má úrgangi úr plokkinu. Gámarnir verða staðsettir yfir daginn þar sem gámabíllinn stoppar venjulega. Íbúar í Hnífsdal og á Ísafirði geta skilað úrgangi í Funa.

Nokkur góð ráð til plokkara sem byggja á ráðum Terra:

Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng. Gott er að nota glæra poka poka til að hægt sé að sjá með einföldum hætti hvað leynist í pokunum.

Hægt er að endurvinna efni á borð við pappa og plast sé það þurrt og laust við matarleifar. Þá þarf hins vegar að halda því aðskildu og koma því í viðeigandi farveg.

Klæða sig eftir aðstæðum.

Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.

Gæta fyllstu varúðar og láta nálar og aðra hættulega hluti vera. Ef nálar finnast er hægt að tilkynna það til lögreglunnar.

DEILA