Ísafjarðarbær: staðfestir tímabundna lækkun á gjaldskrá

Leikskólinn Grænigarður Flateyri.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fimmtudaginn tillögu bæjarráðs um tímabundna lækkun á gjaldskrá leikskólum, grunnskólum og fyrir dægradvöl.

Mötuneyti
Engir reikningar verða sendir út vegna mötuneytis fyrir apríl í þeim skólum þar sem
mötuneyti hafa lokað. Áskrift frá 16. mars verður endurgreidd.

Leikskólar
Leikskólagjöld frá 16.mars og í aprílmánuði 2020 taka breytingum í samræmi við veitta
þjónustu:

Ekkert gjald verður innheimt fyrir barn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu.
Niðurfelling fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/ eða reglubundin. Nauðsynlegt er
að tilkynna fjarveruna til stjórnenda viðkomandi leikskóla.

Ekkert gjald verður innheimt fyrir barn í leikskóla sem er lokað á tímabilinu.

50% gjald fyrir barn sem er annan hvern dag í leikskóla á tímabilinu.
100% gjald fyrir barn sem er alla daga í leikskóla vegna forgangs.

Dægradvöl
Vegna skertrar þjónustu í Dægradvöl verður innheimt eftir fjölda daga sem nýttur er hjá
hverju barni á tímabilinu frá 16.mars 2020. Niðurfelling fæst aðeins ef fjarvera er tilkynnt til forstöðumanns.

DEILA