Ísafjarðarbær: 9,5% hækkun urðunargjalds

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfesti á fundi sínum 22. apríl með 9 samhljóða atkvæðum hækkun á gjaldskrá fyrir sorp á móttökustöð með tilliti til hækkunar urðunargjalds.

Alls er hækkunin 9,5% á móttöku og förgunargjald fyrir blandaðun/grófan úrgang og móttöku og förgunargjald fyrir timbur.

Gjaldið fyrir úrgang  hækkar úr 31 kr í 33,95 kr. með virðisaukaskatti og gjaldið fyrir timbrið hækkar úr 38 kr. í 41,67 kr. einnig með virðisaukaskatti.

Bæjarstjórn hafði áður auglýst að gjaldskráin mynd hækka um 2,5% í samræmi við ákvæði lífskjarasamningsins en í ljós kom að það var ekki í samræmi við samning bæjarfélagins við Terra. Samkvæmt honum er samningsbundin hækkun 4,4%.

Til viðbótar kemur að í desember 2019 var hækkað urðunargjald í Fíflholti frá 8.1 kr. upp í 10 kr. án virðisaukaskatts.

Þesar tvær hækkanir valda samtals 9,5% hækkun gjaldskrárinnar.