Hólmavík: vilja halda byggingavöruverslun í heimabyggð

Hópur manna á Hólmavík leitast við að afla fjár til þess að kaupa rekstur byggingavöruverslunar Kaupfélags Strandamanna Hólmavík. Að óbreyttu er fyrirsjáanlegt að Kaupfélagið loki pakkhúsinu og verslunin leggist af.

Einn þeirra sem vinnur að þessu er Rósmundur Númason. Hann sagði við Bæjarins besta í morgun að hann teldi líkurnar nokkuð góðar að það tækist að safna nægilegu fé til kaupanna. Kaupa þarf lager og aðra umsetningu af Kaupfélaginu. Húsnæðið er hins vegar í eigu Hornsteinar fasteignafélag ehf , sem stofnað var 2007 og yrði gerður leigusamningur við félagið. Sveitarfélagið á um 44% af hlutafé fasteignafélagsins.

Rósmundur taldi að það þyrfti að skýrast í þessari viku hvort af þessu yrði.

Áhugasamir hafi samband við neðangreinda aðila sem allra fyrst og gefi upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Ásamt þeirri upphæð sem þeir vilja leggja inn í félagið, sem er að lágmarki 100.000 kr.
Jóhann Lárus Jónsson: joigili@simnet.is, sími: 899-2457
Rósmundur Númason: rosmundurn@gmail.com, sími: 892-1948
Sigurbjörn Úlfarsson: sigurbjorn@holm.is, sími: 840-6835
Unnsteinn Árnason: irisbjorg@simnet.is, sími: 898-8210
Jón Gísli Jónsson: jongisli@strandabyggd.is, sími: 661-7061