Háskólasetur Vestfjarða: tvær meistaraprófsvarnir á morgun

Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á morgun, miðvikudag fara fram tvær meistaraprófsvarnir við Háskólasetur Vestfjarða. Sú fyrri verður kl 9 og mun Jake Maruil Thompson verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Áhrif frárennslis á vistkerfi Skutulfjarðar

Ritgerðin ber titilinn „Unfiltered: Sediment alterations in response to untreated wastewater emissions from a marine outfall off Ísafjörður, Iceland.“ En þar fjallar Jake um áhrif frárennslis á borð við skólp á vistkerfi Skutulsfjarðar.

Dreifbýl svæði sem skorta aðgengi að hreinsibúnaði geta nýtt sér aðferðafræði þessarar skýrslu til þess að vakta áhrif afrennslis og skólps á viðtaka og umhverfi hans. Þrátt fyrir að þessari rannsókn á Skutulsfirði sé lokið benda niðurstöður hennar til þess að mikilvægt sé að vakta viðtakann áfram.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Rakel Guðmundsdóttir, vatnavistfræðingur við Hafrannsóknarstofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Prófdómari er dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun.

Vörnin er opin almenningi í gegnum YouTube rás Háskólaseturs:

https://www.uw.is/vidburdir/Ahrif_frarennslis_a_vistkerfi_Skutulfjardar/

Endurheimt ármynnis Colorado fljóts

Síðari vörnin fer fram kl. 17:00 og fjallar um endurheimt ármynnis Colorado-fljóts í Bandaríkjunum. Dakota Bellow verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Leiðbeinendur eru dr. Karl Flessa, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Arizona í Bandaríkjunum og dr. Gregory Dietl, forstöðumaður safnkosts við steingervingarannsóknarstofnunina Paleontological Research Institution við Cornell Háskóla í Bandaríkjunum. Prófdómari er dr. Jill Welter, fagstjóri meistaranámsins Climate Change and Global Sustainability sem School for International Training rekur m.a. í Háskólasetri Vestfjarða.

Sú vörn er einnig opin almenningi í gegnum YouTube rásina:

https://www.uw.is/vidburdir_listi/Endurheimt_armynnis_Colorado-fljots/

 

Fleiri varnir eru svo áætlaðar á næstu dögum og í næstu viku.

DEILA