Háskólasetur Vestfjarða: tvær meistaraprófsvarnir á morgun

Tvær meistaraprófsvarnir verða í Háskólasetri Vestfjarða í fyrramálið. Bæði verkefnin fjalla um hvali, annarsvegar hnúfubaka og hinsvegar háhyrninga.

kl. 9:00 mun Laetitia Anne Marie Gabrielle Lionnet verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Í ritgerðinni er skaðsemi sjávarútvegs á lífríki sjávar athuguð. Til þess að fá yfirsýn yfir þessa hugsanlegu skaðsemi af mannavöldum, hafa ör íslenskra háhyrninga verið talin og flokkuð með greiningu á ljósmyndum. Myndgreiningin leiddi í ljós algeng vandamál eins og að háhyrningar flækjast í veiðafæri og bátaárekstra sem hafa slæm áhrif á líf margra háhyrninga ár hvert. Greiningin á örum sýndi að lágmarkslíkur á því að háhyrningur á Íslandi flækist í veiðifæri er um 8.98% og lágmarkslíkur á því að verða fyrir bát er um 3.24%.  Í rannsókninni er ráðlagt að kynntur verði til sérstakur veiðibúnaður sem dragi úr líkum á því að hvalir og önnur dýr flækjast í honum. Einnig er ráðlagt að lögð verði fram reglugerð um hámarkshraða til þess að draga úr árekstrum hvala og báta.

Laetitia Lionnet ver meistaraprófsritgerð sína um áhrif manna á háhyrninga við Ísland.

Kl. 11:30 í fyrramálið mun Hanna Scott Vatcher verja meistaraprófsritgerð sína. Markmið þessarar rannsóknar er að bera kennsl á raskanir í hegðun hnúfubaka í Skjálfanda með nærveru báta og að meta hvort siðareglunum sé fylgt eftir. Á þriggja mánaðar ferli frá júlí til september 2019 voru tekin saman gögn um borð í hvalarskoðunarskipi þar sem mælingar voru gerðar á hraða bátsins, fjarlægð frá hvölum, fjöldi báta á svæðinu í kringum sýnilega hvali og almenn hegðun hvalanna voru skráð. Niðurstöður sýndu ekki fram á neinar verulegar breytingar á hegðun hjá hnúfubökum þegar þeir voru í nærveru hvalarskoðunarbáta þegar fylgni var á milli fjölda báta, hraða þeirra og fjarlægð frá hvölunum.  Framtíðar langtímarannsóknir ættu að halda áfram að fylgjast með starfsemi hvalarskoðunar í Skjálfanda og ýta á strangari framfylgni siðareglana.

Hanna Scott Vatcher ver meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um áhrif hvalaskoðunar á hnúfubaka.