Hafsjór af hugmyndum – Jakob Valgeir

Fiskvinnslan Jakob Valgeir í Bolungavík hefur sérhæft sig í vinnslu á léttsöltuðum flökum sem er vinsæll matur í suður Evrópu.  Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðastliðin ár og þar starfa 120 manns en þaðan er líka gerður út skuttogarann Sirrý ÍS-3.

Léttsaltaður fiskur er með roði og markaðurinn kallaði eftir að flökin yrðu skorin í bita.  Það var því mikil áskorun þegar Jakob Valgeir fór í mikla frumkvöðlavinnu í samstarfi við Marel í að þróa “Flexi-cut” vél sem gæti skorið roðflökin í bita. Flexi-cut er vatnsskurðarvél sem tekur röntken mynd af flökunum og sker í bita en vélin var í upphafi hönnuð til að skera roðlaus flök.  Vélin er ein af stóru byltingunum í vinnslu á fiski í frystihúsum landsins á síðustu árum.

Jakob Valgeir gegnir veigamiklu hlutverki í samfélaginu það skapar fjölda starfa á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrirtækið styrkir íþrótta- og félagsstarf í Bolungavík og er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni.  Jakob Valgeir er hluti af sjávarútvegsklasa Vestfjarða og styrkir verkefnið “Hafsjó af hugmyndum” sem ætlað er að skapa tækifæri í nýsköpun á Vestfjörðum.

Í þessu myndbandi er hægt að kynnast starfsemi Jakobs Valgeirs: https://www.youtube.com/watch?v=mJ8MkUT7bH8

Hér er hægt að kynna sér  nýsköpunarkeppnina og háskólaverkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!