Patreksfjörður: Gat á sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi (Fjarðalaxi) miðvikudaginn 15. apríl um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Eyri í Patreksfirði.

Gatið uppgötvaðist um kl. 11:00 þann 15. apríl við reglubundið neðjansjávareftirlit. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið á botni nótarpokans eða á 35m dýpi og var það um 100×100 cm. Í kvínni voru um 100.000 laxar með meðalþyngd 6,8 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 18. mars sl. og var nótarpoki þá heill.

Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum er varða viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. Arnarlax lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað.

Netanna var vitjað í gær, enginn lax hefur veiðst og liggja net enn úti.

DEILA