Fyrirmyndarríkið

Kost­ur­inn við fjand­ans veiru­far­ald­ur­inn (ef það má kom­ast svo kald­rana­lega að orði) er sá, að þá gefst næði til að lesa nýjasta stór­virki franska hag­fræð­ings­ins, Tómasar Piketty: Capi­tal et Ideo­logie upp á 1093 bls. Á maður ekki alltaf að líta á björtu hlið­arn­ar?

Það er nán­ast útgöngu­bann svo það er ekk­ert betra við tím­ann að gera. Ég er kom­inn fram á bls. 486, þar sem Piketty fjallar um fyr­ir­mynd­ar­ríkið Sví­þjóð og hina sós­í­alde­mókrat­ísku gullöld í Evr­ópu (og Amer­íku eftir New Deal) fyrstu þrjá ára­tug­ina eftir Seinna stríð. Hann lýsir því býsna vel, hvernig sænski jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn og verka­lýðs­hreyf­ingin byggðu upp ann­ars konar þjóð­fé­lag – val­kost við ann­ars vegar amer­íska óða­kap­ít­al­ismann, sem hrundi og hratt af stað heimskrepp­unni; og hins vegar vald­beit­ing­arsós­í­al­ismann  í Sov­ét­inu, sem hrundi fyrir eigið getu­leysi til að full­nægja frum­þörfum fólks, eftir 70 ára til­rauna­starf­sem­i.

En það sem er nýstár­legt hjá Piketty í þess­ari bók er, að hann gagn­rýnir hið evr­ópska sós­í­alde­mókrati sam­tím­ans harð­lega fyrir að hafa brugð­ist þeirri skyldu sinni að gefa fólki raun­hæfan val­kost við hinum amer­íska upp­vakn­ing óða­kap­ít­al­ism­ans,  undir merkjum nýfrjáls­hyggju, sem riðið hefur yfir heims­byggð­ina, eins og hver annar smit­far­ald­ur, á ára­tug­unum eftir Reagan og Thatcher. Um það mun ég fjalla um í annarri grein.

Sam­komu­lag við saltan sjó

Fyrst þetta:  Piketty fjallar ræki­lega um sænska vinnu­mark­aðs­mód­el­ið, sem margir lof­syngja en fáir skilja. Það gefur mér til­efni til að rifja upp, að fyrir meira en hálfri öld sat ég  heilan vetur á bóka­safni Þjóð­hags­stofn­unar Svía og las mér til um sænska mód­el­ið. Í hléum frá lestr­inum sótti ég sér­stakt nám­skeið um sænska vinnu­mark­aðs­mód­el­ið, sem haldið var á ensku handa fáfróðum útlend­ing­um, þ.á.m. handa stúd­entum frá van­þró­uðum ríkj­um  (sjálfur ég þar með tal­inn). Þeir sem stóðu að nám­skeið­inu voru Þjóð­hags­stofn­unin sænska (National ökonomiska Institut) , Alþýðu­sam­bandið (LO) og Vinnu­veit­enda­sam­band­ið(SAF).

Þetta nám­skeið nægði alveg til að rétta af hall­ann eftir gömlu frjáls­hyggju-hag­fræð­ina, sem þá var enn kennd við Edin­borg­ar­há­skóla , þrátt  fyrir að Key­nes hefði koll­varpað henna 20 árum áður.

Hvað er svona merki­legt við það?

Hvað er svona merki­legt við sænska (nor­ræna) vinnu­mark­aðs­mód­el­ið? Það sem vakti mesta athygli á alþjóða­vísu var, að það hafði ríkt vinnu­friður í Sví­þjóð þá í ald­ar­fjórð­ung, þrátt fyrir að allt log­aði í verk­föllum vítt og breitt um Evr­ópu, ekki síst á Bret­landseyj­um, þar sem verk­föll voru nán­ast dag­legt brauð. Hver er skýr­ing­in? Í sem skemmstu máli þetta:

Árið 1938 gerðu verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur (þ.m.t. bænd­ur)  með atbeina rík­is­valds­ins með sér alls­herjar sam­komu­lag – eins konar stjórn­ar­skrá um leik­reglur um rétt­láta skipt­ingu þjóð­ar­tekna milli fjár­magns og vinnu: fjár­magns­eig­enda og vinnu­sala. Sam­komu­lagið er kennt við Salt­sjöbaden – eyju í sænska skerja­garð­in­um.

Að­ilar voru sam­mála um , að vinnu­mark­að­ur­inn – fram­leiðslu­vél  þjóð­fé­lags­ins – sem allir áttu líf sitt undir að skil­aði öllum ásætt­an­legri nið­ur­stöðu –væri mik­il­væg­ari en svo, að mark­aðs­öflin ein réðu þar lögum og lof­um. Það væri ójafn leik­ur.  Valdið til að ráða og reka er í höndum atvinnu­rek­enda. Ákvörð­un­ar­valdið um fjár­fest­ingar (at­vinnu­sköp­un) er líka í þeirra hönd­um. Atvinnu­leysi sviftir verka­mann­inn og fjöl­skyldu hans lífs­björg­inni. Aðilar urðu sam­mála um, að sam­eig­in­lega bæru allir ábyrgð á að tryggja fulla atvinnu og „rétt­láta” skipt­ingu þjóð­ar­tekn­anna.

Ef vinnu­salar misstu vinn­una, bæri sam­fé­lagið ábyrgð á að tryggja þeim og fjöl­skyldum þeirra lág­marks­af­komu. Og meira en það. Þeir ættu að bjóða upp á starfs­þjálfun til und­ir­bún­ings nýjum störf­um. Skóla­kerfið skyldi virkjað í þessu skyni í sam­vinnu við aðila vinnu­mark­að­ar­ins.

Solida­ritet – sam­staða

Hitt aðal­at­riðið er þetta: Skipu­lag verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar byggir á vinnu­staðnum sem grunn­ein­ingu. Þar þurfa allir að standa sam­an. Tökum sem dæmi bygg­ing­ing­ar­iðn­að­inn. Þar „leggja margir hönd á plóg”. Ófag­lærðir verka­menn, vél­stjór­ar, múr­ar­ar, járna­bind­ing­ar­menn, tré­smið­ir, mál­ar­ar, skrif­stofu­fólk, sölu­menn o.s. frv. Allt þetta fólk er í einu og sama stétt­ar­fé­lag­inu: Lands­sam­bandi bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Þetta þýð­ir, að allir starfs­menn sama fyr­ir­tækis á sama vinnu­staðnum eru í sam­eig­in­legu stétt­ar­fé­lagi. Samn­ingar um kaup og kjör fara fram á lands­vísu. Allir aðilar (Þjóð­hags­stofn­un, Hag­deildir LO og SAF) leggja fram nauð­syn­legar upp­lýs­ingar um stöðu þjóð­ar­bús, afkomu við­kom­andi atvinnu­grein­ar, hagnað fyr­ir­tækja, verð­bólgu og raun­vöxt, fram­leiðni o.s. frv. Meg­in­á­herslan er á „tran­sparency” – aðgengi allra að réttum upp­lýs­ing­um.

Kostir þessa skipu­lags eru marg­ir. Allir vinnu­salar (launtakar) hafa sam­eig­in­legra hags­muna að gæta. Það heitir á skand­in­av­ísku „solida­ritet”. Það er ekk­ert „höfr­unga­hlaup”. Engin inn­byrðis sam­keppni, sem sundrar þeim, sem saman eiga að standa. Það er ekki samið fyrst fyrir ófag­lærða (eða hina lægst­laun­uð­u), og síðan tekur við kapp­hlaup allra sér­hópa um að toppa það – eins og hér á land­i.  Ann­að: Þetta skipu­lag felur í sér inn­byggðan hvata til að halda uppi lægstu launum og til að halda aftur af óhæfi­legum launa­mun. Aftur „solida­ritet” í verki.

Dæmi: Starfs­hópar með sterka mark­aðs­stöðu (t.d. tölvu­tækn­ar) geta ekki sprengt upp skal­ann. Það er gott fyrir sprota­fyr­ir­tæki, enda sýnir reynslan, að þeim vegnar vel.Ef fyr­ir­tæki er vel rek­ið, heldur það eftir stærri parti af hagn­að­in­um, sem styrkir  sam­keppn­is­stöðu þess (og þar með atvinnu­grein­ar­inn­ar). Þrátt fyrir allt tal um háa skatta hafa sænsk fyr­ir­tæki reynst vera vel sam­keppn­is­fær á alþjóða­mörk­uð­um, ekki síst í nýsköp­un. Reynslan af þess­ari íhlutun í starf­semi (vinn­u)­mark­að­ar­ins hefur því reynst vera góð fyrir alla aðila.­Fyrir þjóð­fé­lagið í heild stuðlar þetta að  vinnu­friði, stöð­ug­leika og félags­legri sam­heldni.

Hróp­and­inn í eyði­mörk­inni

Þegar ég kom heim frá Sví­þjóð vorið 1964, fékk ég fyrir til­viljun viku­blaðið Frjálsa þjóð upp í hend­urn­ar. Það hafði áður ver­ið  mál­gagn Þjóð­varn­ar­flokks­ins, en var, þegar hér var komið sögu, orðið mun­að­ar­laust. Næstu árin skrif­aði ég hverja grein­ina á fætur annarri um nauð­syn þess að verka­lýðs­hreyf­ingin tæki upp sam­stöðu­skipu­lag að nor­rænni fyr­ir­mynd og efldi tengsl sín við sam­ein­aðan verka­lýðs­flokk  jafn­að­ar­manna, sem gætti hags­muna vinn­andi fólks í lands­stjórn­inni.

Þetta vakti reyndar athygli Björns Jóns­son­ar, for­manns verka­lýðs­fé­lags­ins Ein­ingar á Akur­eyri og síðar for­seta ASÍ, þar sem hann var arf­taki Hanni­bals. Björn sendi mig norður til að halda nám­skeið á Akur­eyri um nor­ræna mód­elið fyrir stjórnir stétt­ar­fé­laga í Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra. Það var reyndar ógleym­an­leg lífs­reynsla, því að nem­end­urnir reynd­ust vera svo vel lærðir í skóla lífs­ins, að ég lærði meira af þeim en þeir af mér.

Þegar ég var að vafra á net­inu til að tékka á heim­ildum í þessa grein, rakst ég á grein eftir sjálfan mig í Frjálsri þjóð undir fyr­ir­sögn­inni: „Fram­tíð­ar­verk­efni íslenskrar verka­lýðs­hreyf­ing­ar”. Greinin er meira en hálfrar aldar göm­ul, enda skrifuð í til­efni af 50 ára afmæli Alþýðu­sam­bands­ins (og Alþýðu­flokks­ins) árið 1966.

Þar segir meðal ann­ars:

„Hund­rað og sex­tíu verka­lýðs­fé­lög, flest þeirra örsmá og varla til nema að nafn­inu, eru ekki heppi­legar grund­vallar­ein­ingar Alþýðu­sam­bands­ins. Þau eru of mörg og smá og of lít­ils meg­and­i”.

Og svo þetta:

„Á hálfrar aldar afmæli Alþýðu­sam­bands­ins eru heild­ar­sam­tök íslenskra laun­þega fjár­hags­lega á von­ar­völ. Þau hafa ekki fjár­hags­legt bol­magn til að hafa í þjón­ustu sinni þá starfs­krafta sem þarf til þess að veita aðild­ar­fé­lög­unum lífs­nauð­syn­lega þjón­ust­u.  Á þeirra vegum eru engar rann­sóknir fram­kvæmdar á íslensku þjóð­fé­lagi út frá sjón­ar­miðum og hags­munum verka­manna og laun­þega. Engin útgáfu­starf­semi. Eng­inn verka­lýðs­skóli. Engin nám­skeið. Engin skipu­lögð fræðslu­starf­semi af neinu tag­i”.

Loks segir þar:

„Og samt. Samt er verka­lýðs­hreyf­ingin sterkasta aflið í íslensku þjóð­fé­lagi, þegar á reyn­ir……­Samt bindum við trú okkar og vonir við íslenzka verka­lýðs­hreyf­ingu vegna þess, að hvað svo sem kann að hafa farið aflaga í starfi hennar og þróun und­an­farin ár, er hún SAMT sterkasta umbóta­aflið í íslensku nútíma­þjóð­fé­lag­i.  En það þarf að virkja það eins og Þjórsá, ef afl þess á að fá notið sín…… Sá aflgjafi þjóð­fé­lags­legra umbóta í stórum stíl, sem verka­lýðs­hreyf­ingin ræður yfir, verður að sönnu aldrei nýttur að gagni, fyrr en hinn ill­vígi og úrelti póli­tíski sundr­ung­ar­fjandi hefur verið sendur út á sex­tugt djúp; og upp er ris­inn öfl­ugur verka­lýðs­flokk­ur, sem sam­einar innan sinna vébanda yfir­gnæf­andi meiri­hluta íslenskra laun­þega”.

Þetta var skrifað fyrir meira en hálfri öld. Hvað hefur breyst á? Voru ekki Ragnar Þór í VR og Vil­hjálmur Skaga­maður að segja sig úr mið­stjórn ASÍ á dög­un­um? Nú þegar mest ríður á að standa saman – solida­ritet! Hvað er að?

Jón Baldvin Hannibalsson

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna (1984-96) Nýjasta bók hans nefn­ist : „Tæpitungu­laust  – lifs­skoðun jafn­að­ar­manns,”, HB AV 2019.