Flateyri: kostnaður vegna flóðanna tekinn saman

Orri ÍS í Flateyrarhöfn í febrúar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Forsætisráðuneytið hefur ritað Ísafjarðarbæ bréf og kallar eftir því að fá samantekt um þann kostnað sem fallið hefur til hjá bæjarfélaginu, rekstraraðilum, félagasamtökum og einstaklingum vegna tjóns að frátöldu rekstrartjóni sem tengjast snjóflóðunumfá fyrrgreinda samantekt í hendur sem allra fyrst og ekki seinna en í byrjun maí n.k. „Mikilvægt er fyrir samfélagið á Flateyri og aðra hlutaðeigandi að eyða óvissu um þessi mál sem allra fyrst.“ segir í bréfinu.

Lagt var upp með að þeirri vinnu yrði lokið í maí 2020 og vill ráðuneytið fá hana ekki seinna en í byrjun maí. Í framhaldinu verður tekin afstaða til þess hver kostnaðarhlutdeild ríkisins verður segir ennfremur í bréfinu.

Bréfinu lýkur með eftirfarandi orðum:

„Ráðuneytið leggur á það áherslu að samantektin innihaldi upplýsingar um heildartjón og kostnað meðal allra íbúa en borið hefur á óvissu meðal íbúa á Flateyri hvort upplýsingum um tjón og kostnað þeirra hafi verið skrásett með fullnægjandi hætti.“

Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að verið sé að taka umbeðnar upplýsingar saman og þær verði sendar ráðuneytinu í byrjun næsta mánaðar.

DEILA