Flateyri: búið að ná upp öllum bátum

Tekist hefur að ná upp öllum bátum sem sukku í Flateyrarhöfn í janúar. Sjótækni ehf frá Tálknafirði undir forystu Kjartans Haukssonar hefur verið að störfum með bátinn Kafari BA.

Í gær náðist síðastu báturinn upp. Það var Orri ÍS. Hreinsað hefur verið brak úr höfninni og fjarlægðir bátar sem komið var fyrir á hafnarkantinum til bráðabirgða. Það er nýr löndurkrani kominn til landsins og mun Ísafjarðarhöfn sjá um að hann verði settur upp  sem fyrst.

Myndir: Páll Önundarson.