Fjárfestingarátak: nokkur verkefni á Vestfjörðum

Í nýsamþykktri  tímabundinni fjárfestingaráætlun stjórnvalda eru nokkur verkefni á Vestfjörðum sérstaklega ákveðin. Alls er ráðstafað 17.936 milljónum varið til verkefnanna á þessu ári.

Malbikun bílastæða við Ísafjarðarflugvöll fyrir 80 milljónir króna er það eina sem sérstaklega tilgreint í samþykktinni. Hins vegar eru verkefni á Vestfjörðum að finna innan annarra liða.

Veittar eru 750 milljónum króna til hafnaframkvæmda.  Í skýringum með fjárhæðinni eru fyrirhuguð verkefni talin upp. Þar eru tvö á Vestfjörðum, dýpkun hafnar í Súðavík og landfylling á Bíldudal. Fjárhæðir eru ekki tilgreindar á hvert þeirra. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð segir að bæjaryfirvöld hafi ekki fengið staðfestingu á því hver fjárhæðin verður sem ætluð er í landfyllinguna.

Þá eru 700 milljónir króna til breikkunar brúa á landinu. Þar eru tvær  brýr á Vestfjörðum sem á að breikka í þessu átaki, Botnsá í Tálknafirði og Bjarnadalsá í Önundarfirði. Fjárhæðir til þeirra verka liggja ekki fyrir.

Til snjóflóðavarna er bætt við 350 milljónir króna. Meðal framkvæmda sem fær fé þar af eru framkvæmdir á Patreksfirði við Urði, Hóla og Mýra,  utanlega í plássinu.

Þá ber þess að geta að í sumum óskiptum liðum áætlunarinnar kunna verkefni á Vestfjörðum fá fjármagn.  Vegagerðin fær 2 milljarða króna til viðhalds vega og til tengivega sem dreifast á um allt land. Verkefnið Ísland ljóstengt fær 400 milljónir króna til að tengaj fyrirtæki og heimili við ljósleiðara svo tvennt é nefnt af þessum toga.

DEILA