Eyrarkláfur: bæjarstjórn gefur grænt ljós

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar gaf á fimmtudaginn grænt ljós á kláf upp á Eyrarfjall. Samþykkt var viljayfirlýsing , þar sem fram kemur að bæjarstjóninni lýst vel á verkefnið og heimilaði fyrirtækinu Eyrarkláfi ehf að hefja skipulagsvinnu. En gera þarf breytingar á bæði aðal- og deiliskipulagi bæjarins. Næsta skref er að fyrirtækið vinnur tillögurnar og leggur þær fyrir bæjaryfirvöld til samþykktar.

Í ágúst á síðasta ári voru áformin kynnt fyrir bæjarstjórn og hefur verið beðið eftir þessari afstöðu bæjarstjórnarinnar. Liggur nú fyrir vilyrði bæjarins fyrir umbeðinni lóð fyrir stöðarhúsið, sem á að vera fyrir ofan Hlíðarvegsblokkina. Þaðan num lyftan liggja beint upp á Eyrarfjallið með einum staur á leiðinni. Við endamastrið upp á fjallinu er gert ráð fyrir veitingarstað. Kláfarnir verða tveir og getur hvor þeirra tekið 38 manns.

Að málinu standa m.a. Ísfirðingarnir Gissur Skarphéðinsson og Úlfur Úlfarsson.

Í nóvember síðastliðnum kom fram hjá Gissuri í viðtali við Bylgjuna að kostnaður gæti verið um 2,5 milljarðar króna og vonast væri eftir því að verkinu yrði lokið eftir 3 ár.

 

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!