Eyrarkláfur : 25 störf yfir háannatímannn

Gissur Skarphéðinsson segir að næstu skref verði að senda inn frummatsskýslu til Skipulagstofnunar, með fyrirspurn um hvort að framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat.

Í síðustu viku gaf bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar grænt ljós á að hefja skipulagsvinnu fyrir kláfinn sem ætlunin er að setja upp og flytja á fólk upp á Eyrarfjallið fyrir ofan Ísafjörð.

Einn af forsvarsmönnum verkefnisins er Gissur Skarphéðinsson frá Ísafirði sem búsettur er í Kanada.

Ráðinn hefur verið arkitekt til þess að vinna breytingartillögur  á deili- og aðalskipulagi bæjarins fyrir framkvæmdinni.

Gissur segir að næst verði að fara í að tryggja fjármögun eftir þessar fréttir.

„Þetta er mjög spennandi verkefni og gerir ekkert annað en að skapa atvinnu og tekjur fyrir bæjarfélagið þegar þetta verður komið á koppinn, er þetta +/- 25 störf yfir háannatímann.“

Áætlaður kostnaður er um 2,5 milljarðar króna og vonast er til að kláfurinn verði tilbúinn eftir 2-3 ár.

DEILA