Enn fjölgar smituðum á Vestfjörðum

Tvö smit hafa bæst við síðan í gær á Vestfjörðum. Þau smit voru hjá tveimur einstaklingum búsettum í Bolungarvík. Þessir einstaklingar tengjast fjölskylduböndum aðila sem hafði áður greinst smitaður. Þannig má segja að ekki sé um samfélagssmit að ræða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Heildarfjöldi smita er orðinn 88 og af þeim hafa 18 ná bata. Ein hefur látist.  Samkvæmt þessu eru 69 enn veikir og þar af eru 42 í Bolungavík.

Nú eru 101 í sóttkví en 551 hafa lokið sóttkvínni.

Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir sýnatökum á norðanverðum Vestfjörðum í vikunni. Heimafólk, heilbrgðisstarfsfólk og bakverðir á svæðinu, hafa annast sýnatökuna. Niðurstöður hafa verið að berast jafn óðum og eru þær niðurstöður inn í tölulegum upplýsingum sem hér birtast. Endanlegar tölur eru þó enn ókomnar.

DEILA