Eftirspurn eftir ferskum sjávarafurðum dregst saman

Heildarútflutningsverðmæti ferskafurða nam 60,3 mö.kr. árið 2018.
Langverðmætasta fisktegundin í ferskum afurðum er þorskur en útflutningsverðmætið af ferskum þorski nam 39,4 mö.kr. sama ár sem gerir um 65% af öllum útflutningi á ferskum afurðum.

Stór hluti veitingastaða víða um heim er lokaður þessa dagana vegna Covid-19 og hefur það dregið mjög mikið úr eftirspurn eftir ferskum fiski frá Íslandi en veitingastaðir hafa verið stór kaupandi af ferskum fiski frá Íslandi á síðustu árum. Þetta hefur sett strik í rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja en umtalsverður hluti af íslenskum botnfiski er fluttur út ferskur.

Þetta kemur vel fram hjá minni bátum en að und­an­förnu hef­ur verið góður afli hjá þeim bát­um sem róa á hand­færi en fisk­verð hef­ur hrunið að und­an­förnu og var verð á óslægðum þorski vel innan við 200 krón­ur á kíló í gær á inn­lend­um fisk­mörkuðum.