Efnalaugin Albert lokuð fyrir almenning

Efnalaugin Albert á Ísafirði hefur ekki tekið við fatnaði og öðru til hreinsunar frá því fyrir páska. Einar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri segir að eftir að smitin komu upp á hjúkrunarheimilinu Bergi hafi hann ákveðið þetta. Ástæðan er að efnalaugin er með alla þvotta fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og þar með hjúkrunarheimilið Berg í Bolungavík og sagðist Einar ekki hafa viljað eiga það á hættu að smit gæti borist með viðskiptum frá almenningi yfir í þvottinn sem fer til heilbrigðisstofnananna.

Einar segir að þetta verði svona þar til betur skýrist hvernig gengur að ná tökum á því að loka smitleiðum hér fyrir vestan.

 

DEILA