Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 13 & 14

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 13 & 14 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Klárað var að steypa síðustu neyðarrýmin og er því steypuvinnu nánast lokið. Eingöngu á eftir að steypa undirstöður undir fjarskiptamastur og fjarskiptahús í Arnarfirði og steypa vegþveranir fyrir ídráttarrör í hluta útskota.

 

Unnið var við sprautusteypun yfir vatnsklæðingar og er stefnt að því að klára þá vinnu eftir páska.

 

Haldið var áfram að keyra fyllingar og neðra burðarlag í veginn í göngunum. Haldið var áfram með að setja upp festingar fyrir skilti í göngunum.

 

Haldið var áfram að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og stýristrengi meðfram hægri vegöxl og í tæknirýmin. Haldið var áfram með að grafa skurð fyrir 132 kV jarðstreng í vinstri vegöxl. Vinna hélt áfram við uppsetningu á búnaði í tæknirýmum og uppsetningu á festingum fyrir strengstiga og strengstiganum sjálfum sem mun liggja eftir endilöngum göngunum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá uppsettan strengstiga, vinnu við sprautusteypun og jöfnun á neðra burðarlagi í göngunum.

 

Fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga

Baldvin Jónbjarnarson

DEILA