Covid: tveimur vikum seinni á Vestfjörðum

Á myndum sem Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur birt kemur fram að covid19 faraldurinn var töluvert fyrr á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu en á Vestfjörðum. Um tveggja vikna munur er á toppunum tveimur.

Það sést betur á næstu mynd sem sýnir fjölda virkra smita, fjölda sjúklinga sem hefur batnað og fjöldi sem hefur látist frá 27. mars til dagsins í fyrradag. Á myndinni sést að virkum smitum fjölgaði hægt fram til 2. apríl þegar hópsmit kom upp og í kjölfarið hækkaði talan hratt.

Þá segir Gylfi: „Nú á síðustu dögum hefur fólki sem fyrst smitaðist verið að batna, og er því hægt að vonast til þess að hápunkti sé náð í bili og bláa línan fari niður á við héðan í frá.“

Loks er mynd sem sýnir fjölda smita á Vestfjörðum í samhengi við íbúafjölda. Nálega 6% Bolvíkinga hafa sýkst af Covid-19, sem er líklegga það mesta í einu sveitarfélagi á landinu,  rúmlega 1% Ísfirðinga en nær engir í öðrum bæjum. Á landsvísu hefur um hálft prósent landsmanna sýkst.

DEILA