Covid hefur áhrif á sjávarútveginn

Covid19 veiran hefur haft áhrif um allt þjóðfélagið og hafa Vestfirðingar ekki farið varhlutann af þeim áhrifum.

Togarinn Sirrý ÍS hefur bundinn við bryggju í Bolungavík allan mánuðinn. Margrir skipverjar reyndust smitaðir og Guðbjartur Flosason sagði í samtali við Bæjarins besta að ekki yrði unnt að koma togaranum til veiða fyrr en í næstu viku. Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs er lokuð og bjóst Guðbjartur við því að hún færi aftur í gang fljótlega eftir að togarinn Sirrý ÍS kemst aftur til veiða. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleiðina.

Rækjuvinnslan Kampi hefur sömuleiðis gert það. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri segir að eftirspurn á veitingamarkaði í Bretlandi hafi dottið niður og ákveðið hafi verið að draga úr framleiðslunni í apríl og maí. Kampi hefur starfsfólk sitt á 40% starfshlutfalli og vinnur í samræmi við það. Albert kvaðst vonast til að unnt yrði að auka starfshlutfallið fljótlega, jafnvel áður en maí væri úti.

Rækjuvinnsla Hólmadrangs ehf á Hólmavík er sömuleiðis einnig rekið með skertum afköstum. Þar er starfsfólk í 20% starfshlutfalli og hlutabótaleiðin að öðru leyti nýtt.

Fram kom í nýlegu yfirliti frá ASÍ að 312 launamenn á Vestfjörðum væru hlutabótum. Það jafngildi 8% þeirra sem voru starfandi 2019.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!