Covid: 9 ný smit á Vestfjörðum

Níu smit hafa komið upp síðustu tvo daga á Vestfjörðum, 2 á Ísafirði og 7 í Bolungavík. Alls eru smitin þá orðin 86. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá lögreglunni á Vestfjörðum.

„17 einstaklingar (20%) hafa náð bata og eru því virk smit 67 (80%), öll staðsett á norðanverðum Vestfjörðum“ segir í frétt lögreglunnar. Einhverju skeikar í tölum lögreglunnar því virk smit ættu að vera 69 miðað við uppgefnar tölur en ekki 67.

Þeim sem eru í sóttkví hefur fækkað mjög og eru nú 95.

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!