covid: 67 smitaðir á Vestfjörðum

Fjölgað hefur í hópi smitaðra á Vestfjörðum úr 56 í 67 samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Vestfjörðum. Á fimmtudaginn voru 56 smitaðir og fjölgaði þeim um 11 til föstudags. Í gær var óbreyttur fjöldi frá föstudegi eða 67. Er það fyrsti dagurinn um nokkurn tíma sem smituðum ekki hefur fjölgað.

Fjölgunin varðandi smitaða var eingöngu í Bolungavík og Ísafjarðarbæ. Smituðum í Bolungavík fjölgaði úr 30 í 36 og í Ísafjarðarbæ fjölgaði smituðum úr 22 í 27.

Þeim sem eru í sóttkví fækkaði úr 328 í 310 frá föstudegi til sunnudags.

Alls höfðu þann 11. apríl  1.693 smitast af kórónaveirunni.  Rúmlega helmingurinn, 889, höfðu náð sér en 804 voru enn með virkt smit.

DEILA