covid: 67 smitaðir á Vestfjörðum

Fjölgað hefur í hópi smitaðra á Vestfjörðum úr 56 í 67 samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Vestfjörðum. Á fimmtudaginn voru 56 smitaðir og fjölgaði þeim um 11 til föstudags. Í gær var óbreyttur fjöldi frá föstudegi eða 67. Er það fyrsti dagurinn um nokkurn tíma sem smituðum ekki hefur fjölgað.

Fjölgunin varðandi smitaða var eingöngu í Bolungavík og Ísafjarðarbæ. Smituðum í Bolungavík fjölgaði úr 30 í 36 og í Ísafjarðarbæ fjölgaði smituðum úr 22 í 27.

Þeim sem eru í sóttkví fækkaði úr 328 í 310 frá föstudegi til sunnudags.

Alls höfðu þann 11. apríl  1.693 smitast af kórónaveirunni.  Rúmlega helmingurinn, 889, höfðu náð sér en 804 voru enn með virkt smit.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!