Breytt þjónusta vegna covid19

Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson..

Heilbrigðisþjónustan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða yfir páskana tekur mið af Covid19 hópsmitinu.

Á Ísafirði og Patreksfirði verða sýni tekin eftir þörfum. Eins og áður eru sýni ekki tekin nema að undangengnu samtali við lækni eða hjúkrunarfræðing. Til að fá samtal við lækni eða hjúkrunarfræðing hjá okkur skaltu hringja í 450 4500 milli kl. 8.00 og 16.00 alla páskahelgina.

Unnið er að því að skimun fyrir veirunni, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hefjist eftir helgi bæði á Patreksfirði og Ísafirði.

Breytingar í Súðavík

Skrifstofa Súðavíkurhrepps tilkynnir breytingu á opnunartíma.

Frá og með deginum í dag, 8. apríl 2020, verður skrifstofan almennt ekki opin. Erindi skulu borin upp símleiðis í 450-5900 eða á sudavik@sudavik.is.

Ef erindi er þess eðlis að verði ekki leyst eftir öðrum leiðum má panta viðtal. Slík þjónusta er þó undantekning og verður metið hverju sinni. Unnt er að senda póst á sveitarstjóra á bragi@sudavik.is og hafa samband í síma 868-9272 og 843-4868 ef erindi varðar beint sveitarstjóra.

Við munum áfram halda opnu fyrir okkar daglega starfsemi en einungis verður opið fyrir afgreiðslu Póstsins á auglýstum tímum.

DEILA