Bolungavík: Sungið fyrir íbúa Hvíta hússins

Frá söngnum við Hvíta húsið í Bolungavík.

Í dag var sungið fyrir íbúa Hvíta hússins í Bolungavík. En svo háttar til að vegna kórónaveirunnar eru íbúarnir í einangrun og mega hvorki fara út né fá til sín gesti.

Á það við bæði um þá sem eru á hjúkrunarheimilinu Bergi og þá sem búa í  allmörgum íbúðum fyrir aldraða sem einnig eru í húsinu.

Það voru starfsmenn á Bergi sem komu saman í dag, bæði bakverðir og heimamenn og sungu fyrir íbúa hússins.

Þurfti að gera það í þremur áföngum til þess að ná til allra íbúa og færðu gleðigjafarnir sig til og fóru hringinn um húsið.

Íbúarnir kunnu vel að meta sönginn og einnig að fá þennan félagsskap og komu út í glugga eða út á svalir.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

 

DEILA