Bolungavík: fiskvinnslan byrjar á morgun

Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs byrjar á morgun eftir langt hlé yfir páskana vegna kórónaveirunnar. Fyrir páska kom upp smit í áhöfn togarans Sirrýar ÍS og komst hann ekki af stað í næstu veiðiferð fyrr en í síðustu viku.

Sirrý ÍS kom til hafnar í gær með um 100 tonn af fiski og er verið að landa aflanum í dag. Guðbjartur Flosason, útgerðarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að vinnsla hæfist á morgun.