Bolungavík: auglýst eftir námsmönnum í nýsköpunarstörf

Bolungavík. Mynd: bolungavik.is

Bolungavikurkaupstaður hefur auglýst eftir námsmönnum í grunn- og meistaranámi á háskólastigi til sumarvinnu við nokkur tiltekin verkefni í sveitarfélaginu. Verkefnin byggja á umsóknum til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Greiddur styrkur til nemenda er 300.000 kr. á mánuði í hámark þrjá mánuði fyrir nemanda.

Alls eru fimm verkefni sérstaklega tilgreind sem óskað er eftir að námsmennirnir vinni að. Það eru:

Uppbygging á Bolafjalli þar sem vinna skal að viðskiptaáætlun fyrir þróunarfélag fyrir uppbyggingu ferðamannastaðar á Bolafjalli.

Stækkun hafnarsvæðis en teikna þarf upp stækkunarmöguleika hafnarsvæðisins, gera kostnaðaráætlun og vinna útboðsgögn.

Uppbygging Sjóminjasafnsins Ósvarar  þar sem vinna skal viðskiptaáætlun fyrir Sjóminjasafnið Ósvör. Skilgreina þarf fjárfestingu í innviðum og gera útboðsgögn þar sem markmiðið verður að einkaaðilar taki yfir rekstur og uppbyggingu safnsins.

Uppbygging Náttúrugripasafns Bolungarvíkur unninviðskiptaáætlun fyrir Náttúrugripasafn Bolungarvíkur, steinasafn þess og Grasagarða Vestfjarða, skilgrein afjárfestingu í sýningaraðstöðu, vinna útboðsgögn og miða við að einkaaðilar yfirtaki rekstur og uppbyggingu safnsins.

Íbúar af erlendum uppruna í Bolungarvík rannsókn á stöðu, líðan og samfélagsþátttöku íbúa af erlendum uppruna í Bolungarvík með sérstakri áherslu á börn, ungmenni og foreldra ásamt úttekt á tungumálaverkefnum í grunn- og leikskóla sveitarfélagsins

DEILA