Bakverðirnir komnir vestur

Laust fyrir klukkan fjögur í dag lenti þyrla Landhelgisgæslunnar TF GRÓ á Ísafjarðarflugvelli með 10 sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga úr bakvarðarsveit heilbrigðisstarfsmanna.

Starfsfólkið er komið til að aðstoða á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða meðal annars vegna erfiðs ástandsins á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þar sem margir starfsmenn eru forfallaðir nú um stundir.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!