Bæjarbúar og fyrirtæki styðja Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Frá því er greint á vefsíðu HVEST að ekki aðeins hafi faglært fólk sem með þyrlu að sunnan komið til að hjálpa.  „Bæjarbúar hafa einnig stokkið til og komið til vinnu. Þau eru fjölmörg handtökin sem vinna þarf og störfin margvísleg. Aukinn fjölda þarf í umönnun þar sem vaktakerfi breytast, ræstingar eru stórauknar og þrif með öðrum hætti en áður. Umsýsla ýmiskonar og aðföng eru margfalt meiri en á venjulegum dögum og með færri komum á heilsugæslu aukast til muna samskipti á neti og í síma og þeim þarf að sinna. Starfsfólki hefur því fjölgað og vinnudagur margra er langur.“

Þá segir að starfsmenn hafi fundið góða strauma víða frá og stofnuninni hafi borist gjafir frá fyrirtækjum.

„Starfsmenn hafa fundið hlýhug og þakklæti víða frá. Bæjarbúar sína það með ýmsu móti og verslanir og fyrirtæki hafa sent gjafir sem sannarlega hafa komið sér vel þegar vinnudagur lengist og kaffi og matartímar eru teknir á hlaupum.

Þökkum við kærlega fyrir okkur.“

 

Þau fyrirtæki sem stutt hafa starfið eru:

Hamraborg

Jakob Valgeir

Bónus Ísafirði

Góa

Kaffitár

Ölgerðin

Sóley Organics

Nói Siríus

Lava Cheese

Socks2Go

Bioeffect

Fitness Sport