Árborg Bolungavík: útgöngubann sett á í gær

Árborg Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Lögreglan og sóttvarnarlæknir settu i gær útgöngubann á íbúa Árborgar í Bolungavík.

Árborg er nafn á húsinu sem gengur undir nafninu Hvíta húsið og þar eru hjúkrunarheimilið Berg, safnaðarheimili kirkjunnar og íbúðir fyrir aldraða.

Útgöngubannið tekur til íbúanna í íbúðum aldraða. Ekki kom fram hversu lengi útgöngubannið stendur.

Það var sett í kjölfar þess að tvö smit kom upp í íbúðunum í fyrradag. Báðir íbúarnir voru fluttir á sjúkrahús, annar til Reykjavíkur og hinn til Akureyrar.

Samkvæmt heimildum Bæjarins besta hafði verið beint tilmælum til íbúanna um að vera í sjálfskipaðri sóttkví en það er mat þeirra sem setja á útgöngubannið að ekki hafi verið nægilega vel farið eftir þeim.

DEILA