93% smita á Vestfjörðum við Djúp

Tölur sem Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur birt sýn að 93% af öllum smitum sem komið hafa upp á Vestfjörðum eru í Bolungavík, Hnífsdal og á Ísafirði eða 89 smit af 96 alls.  Þrjú smit hafa orðið utan þeirra byggðarlaga en þó á Vestfjörðum og  4 smit eru skráð á Vestfjörðum en viðkomandi einstaklingar dvelja utan Vestfjarða og sýktust þar.

Ef þessu 4 smit eru ekki talin með Vestfjörðum verður hlutfallið 98% í stað 93%.

Fjöldi smita á Vestfjörðum er 5,4% af öllum greindum smitum á landinu. Íbúðafjöldinn á Vestfjörðum er hins vegar rétt um 2% af landsmönnum. Smitfjöldinn á Vestfjörðum er því 2,7 hærri en að jafnaði yfir landið.

DEILA