300 tonn af áburði til Flateyrar

Skipið sérkennilega. Líklega heitir það Aramis.

Eitt það einkennilegasta skip sem um getur kom til hafnar á Flateyri í fyrrinótt. Er skipið þannig smíðað að nokkur vandi er að sjá hvor endinn er stefni og hvor er skutur. Skipið var að koma yfir Atlantshafið frá Evrópu og flutti um 300 tonn af áburði til bænda á norðanverðum Vestfjörðum.

Það er fyrirtækið Búvís sem flytur áburðinn inn og er hann pakkaður í sérmerkta poka.

Hér má sjá áburðinn þar sem honum var komið fyrir á Flateyraroddanum.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA