11,4% atvinnuleysi á Vestfjörðum

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er 11,4% atvinnuleysi á Vestfjörðum í apríl. Tölur voru teknar saman þann 15. apríl. Hafði atvinnuleysið meira en töfaldast frá mars.

Mest er það í Bolungavík og mældist 15,7%. í Ísafjarðarbæ, Súðavík og Strandabyggð er atvinnuleysið einnig  meira en 10%.  Standa er mun betri þar sem fiskeldið er verulegur hluti atvinnustarfseminnar. Í Vesturbyggð er atvinnuleysið einna lægst, utan sveitarhreppanna. En þar er 6,2% atvinnuleysi.

Þetta kemur fram í samantekt útibús Vinnumálastofnunar á Ísafirði sem lagt var fram á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær.

Alls eru 427 í minnkuðu starfshlutfalli á Vestfjörðum, 248 í Ísafjarðarbæ og 91 í Bolungavík. Tveir þriðju eru karlar og þriðjungurinn konur. Íslenskir ríkisborgarar eru 73% af þessum 427 og 16% eru Pólverjar.

Þá eru 230 til viðbótar á almennri skrá og því samtals 657 skráðir sem atvinnuleitendur á Vestfjörðum.

DEILA