Vesturbyggð frestaði bæjarstjórnarfundi

Fundi í bæjarstjórn Vesturbyggðar, sem vera átti gær , var frestað þar sem neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna kórónaveirufaraldursins.

Þá skal samkvæmt viðbragðsáætlun Vesturbyggðar lágmarka fundarhöld og leitast við að funda í gegnum fjarfundabúnað. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er eingöngu heimilt að halda fjarfundi ef um er að ræða miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur. Því þarf að breyta lögum til þess að unnt verði að halda bæjarstjórnarfund með fjarbúnaði.

Breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, þar sem mælt er fyrir um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra geti veitt sveitarstjórnum heimild til að víkja frá tilteknum ákvæða sveitarstjórnarlaga til að tryggja að bæjarstjórn sé starfshæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku, m.a. með fjarfundum var staðfest af hálfu Alþingis í gær, 17. mars 2020.

Nú er beðið er ákvörðunar ráðherra, segir í tilkynningu á vef Vesturbyggðar,  svo unnt sé að boða og halda lögmætan bæjarstjórnarfund í gegnum fjarfundabúnað.

DEILA