Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi

Ein tillaga að knattspyrnuhúsinu.

Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi var til umræðu á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í gær.
Þar var lagt fram minnisblað frá Ríkiskaupum, en eins og kunnugt er bárust engin tilboð í byggingu hússins þegar tilboð voru opnuð í janúar síðast liðnum.

Á minnisblaðinu kom fram að ástæður þessa geta verið að kostnaðaráætlun var of lág eða of ríkar kröfur gerðar til bjóðenda.
Það er mat Ríkiskaupa að nú þurfi að endurskoða kostnaðaráætlun og tæknilýsingu og kröfur útboðsins og hefja innkaupaferlið að nýju.

Mikilvægt að við skoðum hvað það er sem veldur því að enginn boð bárust.
Mælt með að byrja á að senda öllum þeim sem sóttu útboðsgögn (44 aðilar) spurningalista, þar sem þeim er gefinn kostur á að koma með athugasemdir um hví þeir buðu ekki.

Útboðið yrði svo aðlagað í samræmi við ábendingar og boðið út aftur.

Á fundinum var ákveðið að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við formann nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss.

DEILA