Þungatakmarkanir sunnanverðum Vestfjörðum

Vegagerðin hefur tilkynnt um þungatakmarkanir sem taka gildi strax í dag.

 

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirtöldum vegum frá  kl 10 í dag:

 

62 Barðastrandarvegur frá Flókalundi að gatnamótum Bildudalsvegar. 

 

63 Bíldudalsvegur frá Patreksfirði að gatnamótum flugvallar við Bíldudalsveg.

 

Rétt er að minna á að áður tilkynntar takmarkanir á Vestfjarðavegi 60 frá Flókalundi gilda enn.