Þ-H leið: Framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út

Framkvæmdaleyfi Reykhólahrepps vegna Vestfjarðarvegar (60) frá Bjarkalundi að Skálanesi hefur verið gefið út og auglýst opinberlega.  Er tilkynning Reykhólahrepps dagsett 10. mars 2020.

Sveitarstjórn samþykkti leyfið 25. febrúar 2020 og gildir það til fimm ára. Hafi framkvæmdir ekki hafist innan árs frá útgáfudagsetningu fellur það úr gildi. Stöðvist framkvæmdir í eitt ár getur sveitarstjórn fellt leyfið úr gildi.

Framkvæmdalýsing: Framkvæmdir felast í byggingu Vestfjarðarvegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi, byggingu nýs Djúpadalsvegar með austanverðum Djúpafirði og endurbyggingar Gufudalsvegar í vestanverðum Gufufirði.

Reykhólahreppur er eftirlitsaðili með framkvæmdinni.

Í leyfinu eru talin upp hönnunargögn og önnur gögn sem leyfið byggir á. Þá eru birt skilyrðin sem sett voru. Þau urðu 28 að lokum. Tíu þeirra varða framkvæmdir og verklag og átján varða rannsóknir, mótvægisaðgerðir og vöktun.

Framkvæmdaleyfið og gögnin eru birt á veg Reykhólahrepps reykholar.is.