Teigskógur: framkvæmdaleyfi næstu daga

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni segist telja að gengið verði frá samkomulagi við Reykhólahrepp næstu daga um Þ-H leiðina. Sveitarstjórn Reykhólahrepps  setti 29 skilyrði fyrir framkvæmdinni og er verið að fara yfir þau. Magnús Valur segist ekki sjá nein vandkvæði í því að uppfylla skilyrðin. Að því búnu verður framkvæmdaleyfið gefið út. Þá mun koma í ljós hvort leyfið verði kært til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál.

Varðandi samninga við landeigendur segir Magnús Valur að ekki hafi náðst samkomulag við alla landeigendur. Viðræður við landeigendur að Hallsteinsnesi og Gröf hafa gengið þunglega. Magnús telur ekki verði vandamál að ná samningum við aðra landeigendur, þar snúist viðræður um fjárhæðir og hafi gengið ágætlega  og er búist við því að þeim ljúki farsællega fljótlega. Magnús segir unnið að því að sem fyrst verði ljóst hvort beita þurfi eignarnámsheimild til þess að tryggja að verkið geti haist svo fljótt sem verða má.

DEILA