Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs

Snjólflóð féll í morgun á Súðavíkurhlíð og var veginum lokað í kjölfarið. Að sögn Geirs Sigurðssonar verkstjóra hjá Vegagerðinni var flóðið ekki stórt og keyrðu 2-3 bílar yfir það en einn bíll festist.  Var bíllinn losaður og veginum lokað. Engin slys urðu á fólki.